Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Drífa Snædal skrifar 8. nóvember 2019 14:21 Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. Í fréttum í gær var greint frá því að launakostnaður hins nýja flugfélags Play yrði 27-37% minni en var hjá WOW air. Aðaleigandi og forstjóri þess flugfélags sem fór svo eftirminnilega á hausinn í mars síðastliðnum og kostaði 2000 manns vinnuna sagði launakostnaðinn hafa farið með félagið á hausinn. Ekkert er fjær lagi eins og alþjóð veit – hann var alveg einfær um að koma því á hausinn. En það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram í kynningarefni fyrir fjárfesta þar sem á að vera „betri nýting“ á áhöfnum, sem sagt meiri vinna fyrir sömu laun. Vísað er í kjör sem flugliðum býðst á Írlandi en það hefur hingað til verið bækistöð flugfélaga sem halda kostnaði niðri með lágum launum og mikilli vinnu. Það sem vekur verulegar áhyggjur er að stéttarfélag hefur samið um kaup fyrir flugliða áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi. Það eru því sannanlega ekki fulltrúar stéttarinnar sem semja um kaup og kjör heldur standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær. Það er væntanlega óþarfi að rifja upp hversu miklu máli þetta skipti þegar WOW fór á hausinn og ASÍ gat hlaupið undir bagga með Flugfreyjufélaginu sem greiddi félagsmönnum fyrir fram upp í kröfur þeirra á ábyrgðasjóð launa til að tryggja að fólk hefði til hnífs og skeiðar þegar launagreiðslur brugðust. Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur. Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar