Minnsta aukning umferðar í átta ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Hugsanlega er um raunsamdrátt íumferð á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Vísir/Vilhelm Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun. Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent
Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun.
Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent