Allir umsækjendur frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á árinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:39 Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. Vísir/Getty Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn. Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Það sem af er ári hafa 84 einstaklingar frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og allir hlotið hæli. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur beint þeim tilmælum til Útlendingastofnunar að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er í Venesúela. Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn. „Það er reyndar tilviljun að þessar tölur lenda saman því það eru inn í þessu líka umsóknir sem komu inn í lok síðasta árs sem er þá verið að vinna að á þessu ári og einhver mál enn í vinnslu hjá okkur líka. Það sem stendur á bakvið þetta er fyrst og fremst það ástand sem er uppi í Venesúela. Og það er þannig, eins og við þekkjum, að ástandið þar hefur verið mjög ótryggt undanfarið,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Hann segir að margar umsóknir fólks frá Venesúela hafi verið teknar í forgangsmeðferð frá miðju sumri þegar ástandið í Venesúela fór skyndilega hríðversnandi. „En það sem einkennir þennan hóp svolítið er að það er ekki gerð krafa um áritun frá Venesúela til að ferðast til Evrópu. Við berum ábyrgð á því að afgreiða mál einstaklinganna sem koma til Evrópu ef þeir sækja ekki um alþjóðlega vernd í öðru aðildarríki. Afar fáir hjá okkur hafa verið í Dyflinnarmeðferð. Málin eru flest tekin til efnismeðferðar og í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í Venesúela tókum við, frá miðju sumri, sum mál í forgangsmeðferð. Við afgreiðum málin út frá þeirri forsendu að það sé líklegt að viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og erum að einbeita okkur að því að afgreiða þessi mál mjög hratt í gegnum kerfið svo fólk þurfi ekki að dvelja lengur en nauðsynlegt er í úrræðum Útlendingastofnunar,“ segir Þorsteinn.Hafa reynt að auka afköst Þorsteinn telur að Útlendingastofnun hafi aldrei veitt jafn mörgum hæli en á þessu ári. Frá janúar á þessu ári til septemberloka hefur stofnunin veitt alls 216 einstaklingum vernd. Stærstu hóparnir, sem bæði sóttu um vernd og hlutu hana, eru ríkisborgarar Íraks, Venesúela og Afganistan.Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar.Það skal þó athugað að lokatölur fyrir árið liggja ekki fyrir því við munu bætast tölur um kvótaflóttafólk og það fólk sem hefur fengið niðurstöðu Útlendingastofnunar snúið hjá kærunefnd útlendingamála. Þá vantar einnig inn í lokatölu yfir árið þeir einstaklingar sem koma til landsins vegna fjölskyldusameiningar. Þorsteinn segir að það séu nokkrir þættir sem skýri fjölgunina. „Við höfum verið að vinna að því að bæta okkar verkferla og afköst þannig að við erum að vinna hraðar. Á bakvið hópinn sem kemur frá Venesúela eru náttúrulega tilmæli Flóttamannastofnunar um það að þeir sem koma frá Venesúela séu í þörf fyrir vernd. […] Við leggjum áherslu á að fara eftir tilmælum Flóttamannastofnunar. Það hefur gert okkur kleipt að vinna þessi mál hratt og örugglega.“Samsetning hópanna tekið breytingum undanfarin ár Þorsteinn segir að undanfarin ár hafi samsetning hópanna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd breyst. „Við höfum séð færri umsóknir hlutfallslega séð frá ríkjum í austurhluta Evrópu eins og Albaníu og Makedóníu, það sem við tölum um sem örugg upprunaríki. Raunverulega eru topp þrjú þjóðernin hjá okkur núna frá Írak, Venesúela og Afganistan,“ segir Þorsteinn.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Venesúela Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira