Erlent

„Tortímandinn“ hlaut 30 ára dóm fyrir stríðsglæpi í Austur-Kongó

Kjartan Kjartansson skrifar
Bosco Ntaganda í dómsal í Haag í morgun. Hann er fjórði einstaklingurinn sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur dæmt til refsingar.
Bosco Ntaganda í dómsal í Haag í morgun. Hann er fjórði einstaklingurinn sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur dæmt til refsingar. Vísir/EPA
Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) í Haag dæmdi Bosco Ntaganda í þrjátíu ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í uppreisn sem hann leiddi í Austur-Kongó. Ntaganda, sem hefur verið nefndur „Tortímandinn“, var fundinn sekur um morð, nauðganir, kynferðislega þrælkun og að þvinga börn til að gegn hermennsku.

Dómurinn er sá þyngsti í sögu dómstólsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ntaganda var fundinn sekur í átján ákæruliðum eftir að dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hans hafi framið fjöldamorð á óbreyttum borgurum í sumar.

Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur sakfellt sakborning fyrir kynlífsþrælkun. Hersveitir undir forystu Ntaganda sem kölluðu sig M23 tóku þátt í átökum í Rúanda og Austur-Kongó.


Tengdar fréttir

UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×