Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:51 Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára. Vísir/getty Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira