Harðar aðgerðir vegna ljósmyndarinnar örlagaríku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2019 15:00 Talið er að konan sé að læra að verða flugfreyja við Guilin-háskóla. Stjórnendur kínverska flugfélagsins Air Guilin þurfa að taka á sig launalækkun eftir að ljósmynd af konu sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar félagsins fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. Myndin var tekin í janúar síðastliðnum í flugi Air Gulin á milli kínversku borganna Guilin og Yangzhou, að því er breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir kínverskum miðlum. Myndin vakti þó ekki athygli á samfélagsmiðlum fyrr en í liðinni viku og flugfélagið greip þá fyrst til aðgerða. Flugmaðurinn sem talinn er hafa boðið konununni í flugstjórnarklefann hefur verið settur í lífstíðarbann. Hann er þó ekki sá eini sem þarf að glíma við eftirköst hinnar örlagaríku ljósmyndar. Kínverskir miðlar greina frá því í dag að háttsettir yfirmenn flugfélagsins hafi verið áminntir formlega vegna málsins, auk þess sem að laun þeirra hafi verið lækkuðÞannig greinir CNN frá því að Xu Xin, forstjóri félagsins, hafi hlotið „alvarlega áminningu“ og þriggja mánaða launalækkun. Framkvæmdastjórinn Qu Taoji hlaut einnig aðvörun og þriggja mánaða launalækkun auk þess sem hann var lækkaður um tign. Þá hlutu aðstoðarframkvæmdastjóri viðhaldsdeildar félagsins, framkvæmdastjóri öryggisdeildar og öryggisstjóri flugfélagsins einnig þriggja mánaða launalækkun. Flugfélagið rannsakar málið en talið er aðgerðirnar nú séu liður í því að endurheimta traust almennings og fjölmiðla á flugfélaginu, en flugfélagið hefur verið gagnrýnt harðlega á kínverskum samfélagsmiðlum sem og í fjölmiðlum, vegna málsins. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. 5. nóvember 2019 08:10 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Stjórnendur kínverska flugfélagsins Air Guilin þurfa að taka á sig launalækkun eftir að ljósmynd af konu sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar félagsins fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. Myndin var tekin í janúar síðastliðnum í flugi Air Gulin á milli kínversku borganna Guilin og Yangzhou, að því er breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir kínverskum miðlum. Myndin vakti þó ekki athygli á samfélagsmiðlum fyrr en í liðinni viku og flugfélagið greip þá fyrst til aðgerða. Flugmaðurinn sem talinn er hafa boðið konununni í flugstjórnarklefann hefur verið settur í lífstíðarbann. Hann er þó ekki sá eini sem þarf að glíma við eftirköst hinnar örlagaríku ljósmyndar. Kínverskir miðlar greina frá því í dag að háttsettir yfirmenn flugfélagsins hafi verið áminntir formlega vegna málsins, auk þess sem að laun þeirra hafi verið lækkuðÞannig greinir CNN frá því að Xu Xin, forstjóri félagsins, hafi hlotið „alvarlega áminningu“ og þriggja mánaða launalækkun. Framkvæmdastjórinn Qu Taoji hlaut einnig aðvörun og þriggja mánaða launalækkun auk þess sem hann var lækkaður um tign. Þá hlutu aðstoðarframkvæmdastjóri viðhaldsdeildar félagsins, framkvæmdastjóri öryggisdeildar og öryggisstjóri flugfélagsins einnig þriggja mánaða launalækkun. Flugfélagið rannsakar málið en talið er aðgerðirnar nú séu liður í því að endurheimta traust almennings og fjölmiðla á flugfélaginu, en flugfélagið hefur verið gagnrýnt harðlega á kínverskum samfélagsmiðlum sem og í fjölmiðlum, vegna málsins.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. 5. nóvember 2019 08:10 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Flugmaður kínverska flugfélagsins Air Guilin hefur verið settur í lífstíðarflugbann eftir að mynd af konu, sem tekin var í flugstjórnarklefa flugvélar undir hans stjórn, fór í mikla dreifingu á kínverskum samfélagsmiðlum. 5. nóvember 2019 08:10