Íshokkí-leikmaðurinn Evander Kane hjá San Jose Sharks í NHL-deildinni fékk lánaðar tugi milljóna hjá spilavíti í Las Vegas á meðan hann var að spila þar í úrslitakeppni NHL-deildarinnar.
Kane mætti á Cosmopolitan-hótelið til þess að drepa tímann milli leikja í úrslitakeppninni og fékk uppáskrifað að hann mætti veðja fyrir 62 milljónir króna.
Það gerði hann, vann ekki neitt og fór svo heim. Kane sá svo aldrei ástæðu til þess að greiða skuldina. Cosmopolitan hefur því þurft að fara í mál við hann til að fá peninga til baka.
Hinn 28 ára gamli Kane gerði fyrir rúmu ári síðan sjö ára samning við Sharks sem mun færa honum rúma sex milljarða króna í vasann. Hann ætti því að eiga fyrir skuldinni.
Skuldar spilavíti 62 milljónir króna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
