„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Björgvin Páll fer um víðan völl í nýrri bók Án Filters. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning