Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 14:11 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Réttur barna á flótta „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15