Hefð fyrir gerja matvæli á æskuheimilinu á Kúbu
Kombucha Iceland kom fyrst á markað í ágúst 2017, framleitt af fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Rögnu Bjarkar Guðbrandsdóttur og Manuel Plasencia Gutierrez. Þau höfðu raunar lengi bruggað sitt eigið Kombucha. Það hjálpaði Manuel með meltingarvandamál en einnig hafði Manuel, sem er frá Kúbu, mikinn áhuga og raunar ástríðu fyrir því að gerja matvæli enda var rík hefð fyrir því á æskuheimili hans á Kúbu. Kombucha drykkir voru á þessum tíma ekki fáanlegir á Íslandi og því kviknaði þessi viðskiptahugmynd að setja á fót fyrirtæki til að gefa fleirum tækifæri á að njóta þessa ágæta drykkjar sem þau eru fullviss um að hefur jákvæð áhrif. Drykkurinn fékk heitið Kombucha Iceland.
Krækiberin tínd í Borgarfirði
Við framleiðsluna er aðeins notað lífrænt og ferskt hráefni og helst eins mikið íslenskt og kostur er og auðvitað íslenskt vatn. Til dæmis kemur öll fjölskyldan saman og tínir krækiberin í krækiberjadrykkinn í Borgarfirði og njóta um leið góðrar samveru. Kombucha Iceland var upphaflega aðeins selt í Frú Laugu en fæst nú víða um land og m.a. í Krónunni. Á nokkrum stöðum eru áfyllingarstöðvar og hægt að koma með eigin flöskur til að fylla á.
Kombucha Iceland fæst í mörgum ljúffengum bragðtegundum, t.d. krækiberja, glóaldin, engifer og jarðarberja svo einhverjar séu nefndar. Á vefsíðunni kubalubra.is er hægt að sjá hvar drykkurinn fæst og fræðast nánar um innihald hans. Kombucha hefur breiðst hratt út um allan heim á undanförnum árum og vinsældir Kombucha Iceland hafa sömuleiðis vaxið stöðugt frá því hann kom hér á markað enda bæði ferskur, svalandi og nærandi og með mjög litlum sykri.
Ánægja með drykkinn
Margir hafa sannreynt á sjálfum sér jákvæð áhrif Kombucha Iceland og Ragna og Manuel heyra mikið frá fólki sem er mjög ánægt með drykkinn og notar hann að staðaldri. Ragna og Manuel fullyrða ekkert um heilsufarslegan ávinning þess að drekka Kombucha Iceland. Sjálf eru þau hins vegar ekki í vafa um ágæti drykkjarins og góð áhrif hans á heilsuna. Það er meginástæða þess að þau hófu framleiðslu vörunnar til að auðvelda fólki aðgengi að henni. Manuel, sem er með bakgrunn í vísindum, bendir á að víða um heim standi nú yfir fjöldi rannsókna á kostum Kombucha og þegar hafa einhverjar niðurstöður verið birtar.
Taktu þátt í leik
Ef þig langar til að prófa Kombucha Iceland þá geturðu skoðað hvar drykkurinn fæst á vefsíðunni. Svo geturðu tekið þátt í leiknum hér fyrir neðan og freistað þess að vinna eina af þremur gjafakörfum með flöskum af þessari góðu vöru í báðum stærðum, Big Book of Kombucha, Scoby-gerli og áfyllingarkorti fyrir drykkinn. Hægt er að fylgjast með nýjungum á Instagram og Facebook síðum Kombucha Iceland.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Kombucha Iceland.