Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2019 20:28 Horft úr Hörgárdal á drangann frá bænum Staðarbakka. Stöð 2/Arnar Halldórsson, Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04
Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30