Öryrkjar megi ekki verða vopn í baráttu sérfræðilækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 13:19 Margir sérfræðilæknar hafa gripið til þess ráðs að tukka sjúkling um aukagjald. EGILL AÐALSTEINSSON Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa. Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa.
Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45