Innflutningur á malavísku tóbaki bannaður í Bandaríkjunum vegna ásakana um barnaþrælkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 23:45 Tóbaksakur í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa/AARON UFUMELI Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks. Bandaríkin Malaví Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks.
Bandaríkin Malaví Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent