Annie Mist útskýrir af hverju þátturinn var tekinn tímabundið úr birtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 20:13 Þessum eftirmála var bætt við myndbandið og það í framhaldinu sett aftur í birtingu. Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur. CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna segir það ekki hafa haft neitt með athugasemdir Hinriks Inga Óskarssonar að gera að fjórði uppgjörsþátturinn af Reykjavík Crossfit Championship var tekinn tímabundið úr birtingu. Vísir fjallaði um málið í gær. Í þættinum var viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda mótsins þar sem hann ræddi um ástæður þess að hann hefði neitað að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit árið 2016. Hann þvertók fyrir að hafa nokkru sinni notað stera. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hinrik brást hinn versti við birtingu viðtalsins í gær. „Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni og sendi Annie og félögum fingurinn. Nokkru síðar var myndbandið ekki lengur aðgengilegt á YouTube. Annie Mist skipulagði keppnina í Reykjavík í maí. Hún var á sínum tíma tvívegis krýnd hraustasta kona í heimi og birtir þættina á YouTube-rás sinni. Vantaði „disclaimer“ á myndbandið „Ég tók myndbandið ekki út vegna einhvers sem Hinrik skrifaði,“ segir Annie í skriflegri athugasemd til Vísis. Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Skilaboð hans til þeirra sem gerðu og birtu myndbandið má sjá til hægri á myndinni. „Myndbandið var tekið út eftir að hafa verið uppi i smá tíma vegna þess að við vörum ekki ánægð með hvernig það endaði. Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn hafi verið kominn aftur á YouTube þremur tímum síðar. Nú hefur verið bætt við klausu í lok þáttarins þar sem fram kemur að öflugustu keppendurnir á leikunum hafi verið teknir í lyfjapróf. Bönnuð efni hafi fundist í sýni Hinriks Inga og b-sýni staðfest fallið. Fjögurra ára keppnisbanni ljúki eftir fjögur ár, í lok maí 2023. Þáttinn má sjá hér að neðan. Viðtalið við Hinrik Inga byrjar eftir um tvær mínútur.
CrossFit Tengdar fréttir Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. 2. nóvember 2019 19:15