Þetta var fimmta mark Söru í níu deildarleikjum í vetur. Hún hefur aldrei skorað jafn mikið fyrir Wolfsburg á einu tímabili.
Sara gerði sjöunda mark Wolfsburg þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
85. Schluss ist hier noch lange nicht: Sara Gunnarsdottir köpft nach Flanke von Noelle Maritz zum 7:0 ein.#SCFWOB 0:7 pic.twitter.com/rjBDWbXy4b
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) November 3, 2019
Pernille Harder skoraði þrennu fyrir Wolfsburg sem hefur unnið alla níu leiki sína í deildinni. Liðið er með þriggja stiga forskot á Hoffenheim á toppnum.
Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Bayer Leverkusen sem vann Jena, 2-0, á heimavelli.
Fyrir leikinn hafði Leverkusen tapað fimm leikjum í röð. Leverkusen er í 9. sæti deildarinnar með níu stig.