„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 17:01 Áslaug Arna flutti ávarp á kirkjuþingi í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019 Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019
Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira