Inga Rún segir stéttarfélögin hafa heimtað inniskó, sólgleraugu og aðgengi að örbylgjuofni á vinnustað Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2019 11:15 Í ræðu fyrir sjö mánuðum fór Inga Rún hinum háðuglegustu orðum um kröfur stéttarfélaganna, að þau vildu sólgleraugu og inniskó. Björn segir þetta dapurlegan málflutning. Allt er uppíloft milli viðsemjenda í kjaradeilu sveitarfélaganna við starfsgreinasambandið. Samningaviðræður hafa nú staðið í sjö mánuði. Hnútuköst ganga á milli viðsemjenda og hefur Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sent deiluna til ríkissáttasemjara og sakar viðsemjendur sína um dónaskap. Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, þykir þetta skjóta skökku við en Vísi hefur verið bent á ræðu sem Inga Rún hélt á kjararáðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var fyrir kjörna fulltrúa, í þessu sambandi. Að þetta hafi eiginlega verið vonlaust verk strax þá því Inga Rún fer hinum háðuglegustu orðum um kröfur viðsemjenda sinna.Sjá einnig: Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn „En hverjar eru kröfurnar í þessum kjaraviðræðum? Á þessum tímapunkti eru komnar fram nálægt tvö hundruð kröfur frá stéttarfélögunum innan ASÍ og BSRB sem spanna allt að umfangsmiklum og kostnaðarsömum ákvæðum á kjarasamninga yfir í viðbit eins og sólgleraugu, inniskó og að aðgengi að örbylgjuofni verði tryggt á vinnustað. Því miður heyrir það til undantekninga að stéttarfélög leggi fram vel ígrundaðar kröfur með skýrri framtíðarsýn og ábyrgum tillögum um leiðir til að komast þangað,“ segir Inga Rún og hún er hvergi nærri hætt.Kröfurnar „All you can eat buffet“ „Algengast er að kröfugerðirnar hafi það yfirbragð að hattur hafi verið látinn ganga á fundi, allir láti óskir sínar í hann, einhver hafi síðan tekið að sér að skrifa þær tilviljunarkennt á blað og komið á framfæri án frekari rýni af neinu tagi. „All you can eat buffet“ eru orð sem koma upp í hugann í þessu samhengi,“ segir Inga Rún og uppsker nokkra kátínu í salnum þar sem sitja kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna.Klippa: Inga Rún ræðir kröfugerðir stéttarfélaga „En hvað kosta svo herlegheitin? Nei, það er alveg óþarfi að spá í það enda kröfurnar allar mjög sanngjarnar og réttmætar og auðvitað aðeins formsatriði að vinnuveitendur uppfylli þær. Það verður að játast að ferkantaðir exelþenkjandi embættismenn eins og við í samninganefnd sveitarfélaga, sem vinnum alla daga samkvæmt fastmótaðri stefnu sambandsins í öllum málum, eigum dálítið bágt á þessum stað í kjaraviðræðum. Það reynir á þolinmæðina og tekur tíma að fá menn til að ydda kröfur sínar og fá fram hvað raunverulega skiptir máli og horfast í augu við að réttirnir á hlaðborðinu hafa allir verðmiða.“Lítilsvirðandi málflutningur Björn telur þessa ræðu vart boðlega. „Maður er bara hálfdapur að sjá þennan málflutning og hversu lítil virðing er borin fyrir starfsmönnum sveitarfélaganna, það er hæðst að kröfum þeirra og hugmyndum í tengslum við kjarasamninga og gert lítið úr félagslegum vinnubrögðum, miðað við þetta viðhorf er kannski ekkert skrýtið að lítið hefur gengið í viðræðum við sveitarfélögin í 7 mánuði,“ segir Björn í samtali við Vísi. Af þessu má sjá að ekki er líklegt að viðsemjendur nái saman í bráð. Menn innan starfsgreinasambandsins telja þennan málflutning Ingu Rúnar lítilsvirðandi útúrsnúninga og til marks um að vilji til að semja hafi aldrei verið neinn. Kjaramál Tengdar fréttir Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Allt er uppíloft milli viðsemjenda í kjaradeilu sveitarfélaganna við starfsgreinasambandið. Samningaviðræður hafa nú staðið í sjö mánuði. Hnútuköst ganga á milli viðsemjenda og hefur Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sent deiluna til ríkissáttasemjara og sakar viðsemjendur sína um dónaskap. Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, þykir þetta skjóta skökku við en Vísi hefur verið bent á ræðu sem Inga Rún hélt á kjararáðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var fyrir kjörna fulltrúa, í þessu sambandi. Að þetta hafi eiginlega verið vonlaust verk strax þá því Inga Rún fer hinum háðuglegustu orðum um kröfur viðsemjenda sinna.Sjá einnig: Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn „En hverjar eru kröfurnar í þessum kjaraviðræðum? Á þessum tímapunkti eru komnar fram nálægt tvö hundruð kröfur frá stéttarfélögunum innan ASÍ og BSRB sem spanna allt að umfangsmiklum og kostnaðarsömum ákvæðum á kjarasamninga yfir í viðbit eins og sólgleraugu, inniskó og að aðgengi að örbylgjuofni verði tryggt á vinnustað. Því miður heyrir það til undantekninga að stéttarfélög leggi fram vel ígrundaðar kröfur með skýrri framtíðarsýn og ábyrgum tillögum um leiðir til að komast þangað,“ segir Inga Rún og hún er hvergi nærri hætt.Kröfurnar „All you can eat buffet“ „Algengast er að kröfugerðirnar hafi það yfirbragð að hattur hafi verið látinn ganga á fundi, allir láti óskir sínar í hann, einhver hafi síðan tekið að sér að skrifa þær tilviljunarkennt á blað og komið á framfæri án frekari rýni af neinu tagi. „All you can eat buffet“ eru orð sem koma upp í hugann í þessu samhengi,“ segir Inga Rún og uppsker nokkra kátínu í salnum þar sem sitja kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna.Klippa: Inga Rún ræðir kröfugerðir stéttarfélaga „En hvað kosta svo herlegheitin? Nei, það er alveg óþarfi að spá í það enda kröfurnar allar mjög sanngjarnar og réttmætar og auðvitað aðeins formsatriði að vinnuveitendur uppfylli þær. Það verður að játast að ferkantaðir exelþenkjandi embættismenn eins og við í samninganefnd sveitarfélaga, sem vinnum alla daga samkvæmt fastmótaðri stefnu sambandsins í öllum málum, eigum dálítið bágt á þessum stað í kjaraviðræðum. Það reynir á þolinmæðina og tekur tíma að fá menn til að ydda kröfur sínar og fá fram hvað raunverulega skiptir máli og horfast í augu við að réttirnir á hlaðborðinu hafa allir verðmiða.“Lítilsvirðandi málflutningur Björn telur þessa ræðu vart boðlega. „Maður er bara hálfdapur að sjá þennan málflutning og hversu lítil virðing er borin fyrir starfsmönnum sveitarfélaganna, það er hæðst að kröfum þeirra og hugmyndum í tengslum við kjarasamninga og gert lítið úr félagslegum vinnubrögðum, miðað við þetta viðhorf er kannski ekkert skrýtið að lítið hefur gengið í viðræðum við sveitarfélögin í 7 mánuði,“ segir Björn í samtali við Vísi. Af þessu má sjá að ekki er líklegt að viðsemjendur nái saman í bráð. Menn innan starfsgreinasambandsins telja þennan málflutning Ingu Rúnar lítilsvirðandi útúrsnúninga og til marks um að vilji til að semja hafi aldrei verið neinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31