Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:25 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira