Karítas var ranglega greind með mígreni sem reyndist vera ólæknandi heilaæxli Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 10:30 Karítas hugsar um að ná fullri heilsu og hefur jákvæðnina að vopni út í framtíðina . Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Heimilislæknirinn sagði henni að hún væri bara með slæmt mígreni. Þegar fjölskylda Karítasar Björgúlfsdóttur heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Í heilauppskurði var helmingur æxlisins, sem var á stærð við tómat, fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata. Hún var reið þegar í ljós kom að hún hefði verið ranglega greind en ákvað síðan að tækla þetta með jákvæðnina að leiðarljósi. Vala Matt hitti Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði að fá sjóntruflanir og höfuðverkjaköst þegar ég var í fæðingarorlofi með dóttir mína. Þá var ég þrítug og leitaði læknishjálpar og var í framhaldinu greint með mígreni,“ segir Karítas en höfuðverkirnir fóru síðan í framhaldinu að ágerast. „Síðan byrja ég í meistaranámi 2014 og höfuðverkirnir jukust og þá sérstakleg undir mikilli pressu. Þá var ég að fá rosalega mikið af verkjalyfjum sem voru ekkert að virka vel á mig. Ég átti samt ekki að taka mikið magn. Síðan gerist það að ég fæ rosalega slæmt kast og vill maðurinn minn láta skoða mig. Ég var ekkert rosalega mikið til í það en hann hafði mikla áhyggjur og pabbi minn og mamma líka svo ég ákvað að fara.“Karítas lítur björtum augum á framtíðina.Hún segir að læknirinn hafi reynt að sannfæra hana um að þetta væri mjög slæmt kast en maðurinn hennar hafi sagt við hana að yfirgefa ekki stofuna fyrr en hún fengi myndatöku. „Sem betur fer fer ég í myndatöku og læknirinn þurfti síðan að tilkynna mér með tárin í augunum að það hefði eitthvað fundist. Það var ekki strax vitað hvað þetta væri og í framhaldinu tekur heilaskurðlæknir við mér og planar heilaskurð. Eftir aðgerðina getur hann gefið út greiningu og í ljós kemur að þetta er illkynja heilaæxli. Þetta var alveg á stærð við tómat.“ Karítas segir að æxlið hafi vera til staðar í allavega fimm ár. „Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“ Hún segist hafa hugsað mjög vel um sig síðan hún var 25 ára og þá sérstaklega í sambandi við hreyfingu.Karítas með dóttur sinni rétt eftir heilaskurð.„Þegar ég greinist fyrir um ári síðan var ég eiginlega í besta formi lífs míns. Sem betur fer því það hefur hjálpað mér. Fólk í sömu stöðu og ég og er að taka nákvæmlega sömu lyf líður miklu verr. Ég hef verið að gera eitthvað rétt.“ Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann. „Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“ Hún segir að þetta símtal hafi verið mikið sjokk. „Er ég að fara deyja? Hún var eiginlega að láta það í ljós. Þetta tekur alveg svona tvo tíma sem ég er alveg miður mín að skemmta mér úti á Tenerife. Af hverju gat hún ekki sagt þetta við mig í næstu viku? Svo náði ég að gleyma þessu og fór að hitta líknateymið. Það var reyndar bara ein kona og hún spurði mig hvernig þetta lagðist allt saman í mig. Ég svaraði, hvað ertu að meina? Leggst hvað í mig? Hún gat ekki sagt það og þá sagði ég, að ég sé að fara deyja? og var svona frekar reið. Ég man ekki alveg hvað hún sagði en þetta var mjög skrýtið viðtal.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira