Kynnir rannsókn á viðbrögðum leikmanna við mótlæti í leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. nóvember 2019 15:00 Lionel Messi eltist við Alfreð í Moskvu síðasta sumar. Fréttablaðið/Eyþór Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira