Oliver Luckett selur hið sögufræga Kjarvalshús á Seltjarnarnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:02 Stofan státar af fimm metra lofthæð. Hér er eflaust ágætt að mála listaverk. Mynd/Fasteignaljósmyndun Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn og milljónamæringurinn Oliver Luckett hefur sett hús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er sögufrægt, kennt við listmálarann Jóhannes Kjarval, og eitt það glæsilegasta á landinu.Sjá einnig: Lohan er komin Luckett, sem er stórtækur listaverkasafnari, festi kaup á húsinu árið 2016. Það stendur við Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi og státar af „stórbrotnu útsýni“, líkt og það er orðað í fasteignaauglýsingunni sem finna má hér. Húsið er rúmir 440 fermetrar á tveimur hæðum og stendur á 880 fermetra lóð. Í því er að finna fimm svefnherbergi, þrjú baðherbergi, rúmgóðar suðursvalir og þvottahús. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 178,5 milljónir króna. Myndir innan úr húsinu má sjá neðst í fréttinni.Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Vísir/ValliÞorvaldur S. Þorvaldsson arkítekt teiknaði húsið, sem byggt er árið 1969, með sérþarfir áðurnefnds Kjarvals í huga. Þannig var stofan til að mynda ætluð sem vinnustofa listmálarans, enda heppileg til listsköpunar með fimm metra lofthæð og stórum gluggum. Kjarval fékk húsið að gjöf frá íslensku þjóðinni fyrir ævistarf sitt og framlag til menningararfs Íslendinga. Þegar húsið var tilbúið hugnaðist honum þó ekki að flytja inn í það. Það gerðu hins vegar Oliver Luckett og eiginmaður hans, Scott Guinn, og settu svo sannarlega mark sitt á Kjarvalshús. Á myndum innan úr húsinu má sjá fjölda listaverka sem þeir hafa sankað að sér, mörg eftir íslenska listamenn.Húsið stendur við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi.Mynd/FasteignaljósmyndunLuckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin ár og líta á landið sem sitt annað heimili. Þannig vakti brúðkaup þeirra sem haldið var hér á landi árið 2017 mikla athygli. Þá flykktist hingað málsmetandi fólk úr samkvæmislífinu vestanhafs, til dæmis bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinniÞá mætti skemmti- og listaelítan nánast eins og hún lagði sig þegar Luckett hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gamla bíói árið 2014. Luckett er vel fjáður en hann seldi fyrir ekki svo löngu fyrirtæki sitt theAudience fyrir stórfé til fjárfesta frá Dubai. Luckett er frumkvöðull og samfélagsmiðlasérfræðingur og hefur meðal annars annast málefni frægs fólks á internetinu. Í fyrra var svo greint frá því að Luckett hefði snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski en hann kom að stofnun fyrirtækisins Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur.Fallegt eldhús. Bjart. Blátt.Mynd/FasteignaljósmyndunHugguleg setustofa.Mynd/FasteignaljósmyndunÞrjú svefnherbergi eru í húsinu. Hér er eitt þeirra.Mynd/FasteignaljósmyndunBorðstofan er heilir 110 fermetrar.Mynd/FasteignaljósmyndunOg útsýnið er ekki af verri endanum, líkt og sjá má á þessari mynd.Vísir/Fasteignaljósmyndun
Hús og heimili Seltjarnarnes Tengdar fréttir Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32 Brúðkaup ársins: Þau sögðu já! Ástin var innsigluð á árinu sem er að líða. 22. desember 2017 20:30 Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. 12. júní 2018 10:32
Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 20. júní 2017 12:30