Fyrrverandi markverði Hattar hrósað fyrir viðbrögð við hatursorðræðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 22:45 Ryan Allsop lék vel með Hetti sumarið 2012. vísir/getty Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe. Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe.
Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00