Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2019 10:45 Þegar það er ekki hægt að veiða neitt á stöng stytta veiðimenn sér stundir við að lesa um veiði og fanga því vel þegar nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu kemur út. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni að vanda og má þar kannski helst nefna drottingar eða væri ekki réttara að kalla það kóngsviðtal við meistarann sjálfann Sigurð Héðinn fluguhnýtara, leiðsögumann og rithöfund. Eins og veiðimenn tóku eftir í liðinni viku var hann að gefa út bókina af flugum, löxum og mönnum og hefur henni verið einstaklega vel tekið. Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður SVFR skrifar einnig góða grein með hugleiðingar varðandi hvað sé að gerast með íslenska laxinn. Gunnlaugur Guðleifsson skrifar um ferð til Ponoi í Rússlandi, Hjalli í Hlað er tekin tali af Eggerti Skúlasyni og koma þeir víða við. Í blaðinu er einnig að finna skemmtilega frásögn Veiðiklúbbsins Strekktar línur úr Haukadalsá og svo má ekki gleyma magnaðri frásögn af stærsta laxi sumarsins. Þetta og miklu meira svo það er nóg að af efni til að halda okkur aðeins uppteknum í huganum á meðan við teljum niður dagana í næsta sumar. Fjölmiðlar Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði
Þegar það er ekki hægt að veiða neitt á stöng stytta veiðimenn sér stundir við að lesa um veiði og fanga því vel þegar nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu kemur út. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni að vanda og má þar kannski helst nefna drottingar eða væri ekki réttara að kalla það kóngsviðtal við meistarann sjálfann Sigurð Héðinn fluguhnýtara, leiðsögumann og rithöfund. Eins og veiðimenn tóku eftir í liðinni viku var hann að gefa út bókina af flugum, löxum og mönnum og hefur henni verið einstaklega vel tekið. Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður SVFR skrifar einnig góða grein með hugleiðingar varðandi hvað sé að gerast með íslenska laxinn. Gunnlaugur Guðleifsson skrifar um ferð til Ponoi í Rússlandi, Hjalli í Hlað er tekin tali af Eggerti Skúlasyni og koma þeir víða við. Í blaðinu er einnig að finna skemmtilega frásögn Veiðiklúbbsins Strekktar línur úr Haukadalsá og svo má ekki gleyma magnaðri frásögn af stærsta laxi sumarsins. Þetta og miklu meira svo það er nóg að af efni til að halda okkur aðeins uppteknum í huganum á meðan við teljum niður dagana í næsta sumar.
Fjölmiðlar Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði