Tveir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Klukkan 19:15 hefst útsending frá leik FH og Stjörnunnar í Olís-deild karla. Þetta er lokaleikur 10. umferðar. FH-ingar eru í 6. sæti deildarinnar en Stjörnumenn í því tíunda. Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik í vetur og einungis fengið eitt stig á útivelli.
Eftir leikinn er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem farið verður yfir 10. umferð Olís-deildar karla og 9. umferð Olís-deildar kvenna.
Klukkan 19:35 hefst útsending frá leik Írlands og Danmerkur í D-riðli í undankeppni EM 2020. Dönum dugir jafntefli til að komast á EM en Írar þurfa að vinna.
Öll mörk dagsins úr undankeppni EM verða svo sýnd eftir leikinn í Dublin.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
19:15 FH - Stjarnan, Sport
19:35 Írland-Danmörk, Sport 2
21:20 Seinni bylgjan, Sport
21:45 Undankeppni EM - mörkin, Sport 2
Í beinni í dag: Áhugaverður leikur í Kaplakrika og úrslitastund í Dublin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn

„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
