„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 20:40 Skæruliðar FMLN og Linda Pétursdóttir. Getty/Fbl/Stefán Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina. El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina.
El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira