Breyttu 48 fm bílskúr í Reykjavík í þriggja herbergja íbúð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og fannst bílskúrinn ekki nýtast nógu vel. Þau ákváðu því að gera skúrinn íbúðarhæfan. Myndir úr einkasafni „Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum. Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum.
Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30
Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30
Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00