Ranglega sakaðar um verkfallsbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vihelm Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23
Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00