Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 14:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir víðtækum samfélagsbreytingum. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“ Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“
Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira