Tíu heimsmeistarar í skák keppa á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2019 12:00 Veglegt mótsblað og afmælisblað Skákfélags Selfoss og nágrennis verður gefið út í tengslum við mótið. Skákfélag Selfoss og nágrennis Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu. Árborg Skák Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu.
Árborg Skák Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira