Styðja verkföll kollega sinna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:28 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41