Félagasamtökin Sjálfsbjörg reka Sjálfsbjargarheimilið og hefur í áravís fengið til þess framlagi úr ríkissjóði en samtals nemur heildarframlagið síðustu þrjú ár ríflega tveimur milljörðum króna.
Eftir því sem næst verður komist hefur þjónustusamningur aldrei verið gerður þannig að ríkið hefur ekki haft neitt formlegt eftirlit eða umsjón með hvernig fjármagninu er varið.
Heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur Sjálfsbjargar hittust í dag til að fara yfir þessi mál og framtíðaráform um Sjálfsbjargarheimilið.

„Ráðuneytið er að að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar og vonumst þá til þess að það leiði til samningsgerðar eða frekari samstarf við ráðuneytið,“ segir Þórdís.
Aðspurð um hvort hún viti af hverju slíkur samningur hafi ekki verið gerður segir Þórdís:
Við höfum verið á föstum fjárlögum frá 1992 frá ríkinu, en við erum ekki eina stofnunin sem er án samnings en væntanlega þegar búið er að gera stefnu þá verður væntanlega gengið frá samningi. Það er engin dagsetning komin á þetta en samtalið við heilbrigðisráðuneytið heldur áfram,“ segir hún að lokum.