Blaðamenn leggja aftur niður störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 19:00 Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/einar Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31