Sportpakkinn: Stólarnir og Þórsarar á siglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2019 17:00 Jaka Brodnik og félagar í Tindastóli hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 2. sæti Domino's deildar karla. vísir/daníel Tvö af heitustu liðum Domino's deildar karla, Tindastóll og Þór Þ., unnu sína leiki í gær. Tindastóll sigraði Hauka, 89-77, en Þór Þ. vann Grindavík eftir framlengingu, 83-79.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikina. Hana má sjá hér fyrir neðan. Tindastóll gaf tóninn strax í byrjun þegar Haukar heimsóttu Sauðárkrók í gærkvöldi. Stólarnir skoruðu fjögur fyrstu stigin og voru tíu stigum yfir um miðjan 1. leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í Tindastólsliðinu með 21 stig. Hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Sinisa Bilic skoraði 19 stig, stigi meira en Jasmin Perkovic sem tók 12 fráköst. Tindastóll hafði forystuna allan tímann. Israel Martin, sem þjálfaði Tindastól, tókst ekki að krækja í sigur á sínum gamla heimavelli. Haukar voru 15 stigum undir í byrjun 3. leikhluta en eftir níu stig í röð tókst þeim að minnka muninn í sex stig á skömmum tíma, meðal annars með tveimur þriggja stiga körfum Kára Jónssonar. En Stólarnir létu forystuna ekki af hendi og unnu, 89-77. Þeir eru líkt og Stjarnan einum sigri á eftir Keflavík sem fær KR-inga í heimsókn á föstudagskvöldið. Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum, skoraði 24 stig, tók 16 fráköst og fiskaði níu villur á Tindastólsliðið. Kári skoraði 15 stig en hann hitti úr tveimur af níu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þriðji leikhlutinn reyndist Haukum dýr en þeir töpuðu honum 21-13.Strákarnir hans Friðriks Inga hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/daníelÍ gærkvöldi mættust Þór Þ. og Grindavík í jöfnum leik í Þorlákshöfn. Marko Bakovic skoraði fimm fyrstu stigin fyrir heimamenn en Grindavík var siðan skrefinu á undan fram í miðjan 2. leikhlutann. Emil Karel Einarsson jafnaði metin í 25-25. Grindavík jók muninn og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í ellefu stig, 56-45. Þór skoraði þá átta stig í röð og minnkaði muninn í þrjú stig þegar skammt var eftir af 3. leikhluta. Fjórum stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður hafði Þór tekið fram úr grönnum sínum og við tók æsispennandi barátta. Bakovic skoraði tvær næstu körfur og hann kom Þór í 68-65 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jamal Olasawere sýndi styrk sinn undir körfunni, hitti ekki en tók sjálfur frákastið og tveir Þórsarar lágu eftir á vellinum. Vörn Grindavíkur hélt í næstu sókn og Sigtryggur Arnar Björnsson kom boltanum á Olasawere og Grindavík endurheimti forystuna. Enn voru þrjár mínútur eftir. Halldór Garðar Hermannsson fékk dauðafæri fyrir utan þriggja stiga línuna en skotið geigaði. Grindavík fór í sókn og Sigtryggur Arnar átti meistarasendingu á Ólaf Ólafsson og Grindavík náði þriggja stiga forystu, 71-68, og rúmar tvær mínútur eftir af leiknum. Við tók löng sókn hjá Þór og Davíð Arnar Ágústsson jafnaði metin í 71-71 í þann mund sem sókn Þórsara var að renna út í sandinn. Ekkert var skorað á þeim 100 sekúndum sem eftir voru en liðin fengu svo sannarlega til að skora. Staðan 71-71 og framlengju þurfti til að knýja fram úrslit. Þar hafði Þór betur og vann, 83-79. Bakovic skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Dino Butorac 15 skoraði stig og gaf tíu stoðsendingar. Olasawere var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 22 stig og 15 fráköst.Klippa: Sportpakkinn: Dominos deild karla Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30 Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Tvö af heitustu liðum Domino's deildar karla, Tindastóll og Þór Þ., unnu sína leiki í gær. Tindastóll sigraði Hauka, 89-77, en Þór Þ. vann Grindavík eftir framlengingu, 83-79.Arnar Björnsson tók saman frétt um leikina. Hana má sjá hér fyrir neðan. Tindastóll gaf tóninn strax í byrjun þegar Haukar heimsóttu Sauðárkrók í gærkvöldi. Stólarnir skoruðu fjögur fyrstu stigin og voru tíu stigum yfir um miðjan 1. leikhluta. Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í Tindastólsliðinu með 21 stig. Hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Sinisa Bilic skoraði 19 stig, stigi meira en Jasmin Perkovic sem tók 12 fráköst. Tindastóll hafði forystuna allan tímann. Israel Martin, sem þjálfaði Tindastól, tókst ekki að krækja í sigur á sínum gamla heimavelli. Haukar voru 15 stigum undir í byrjun 3. leikhluta en eftir níu stig í röð tókst þeim að minnka muninn í sex stig á skömmum tíma, meðal annars með tveimur þriggja stiga körfum Kára Jónssonar. En Stólarnir létu forystuna ekki af hendi og unnu, 89-77. Þeir eru líkt og Stjarnan einum sigri á eftir Keflavík sem fær KR-inga í heimsókn á föstudagskvöldið. Flenard Whitfield var öflugur hjá Haukum, skoraði 24 stig, tók 16 fráköst og fiskaði níu villur á Tindastólsliðið. Kári skoraði 15 stig en hann hitti úr tveimur af níu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þriðji leikhlutinn reyndist Haukum dýr en þeir töpuðu honum 21-13.Strákarnir hans Friðriks Inga hafa unnið þrjá leiki í röð.vísir/daníelÍ gærkvöldi mættust Þór Þ. og Grindavík í jöfnum leik í Þorlákshöfn. Marko Bakovic skoraði fimm fyrstu stigin fyrir heimamenn en Grindavík var siðan skrefinu á undan fram í miðjan 2. leikhlutann. Emil Karel Einarsson jafnaði metin í 25-25. Grindavík jók muninn og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var munurinn kominn í ellefu stig, 56-45. Þór skoraði þá átta stig í röð og minnkaði muninn í þrjú stig þegar skammt var eftir af 3. leikhluta. Fjórum stigum munaði fyrir lokafjórðunginn. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður hafði Þór tekið fram úr grönnum sínum og við tók æsispennandi barátta. Bakovic skoraði tvær næstu körfur og hann kom Þór í 68-65 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jamal Olasawere sýndi styrk sinn undir körfunni, hitti ekki en tók sjálfur frákastið og tveir Þórsarar lágu eftir á vellinum. Vörn Grindavíkur hélt í næstu sókn og Sigtryggur Arnar Björnsson kom boltanum á Olasawere og Grindavík endurheimti forystuna. Enn voru þrjár mínútur eftir. Halldór Garðar Hermannsson fékk dauðafæri fyrir utan þriggja stiga línuna en skotið geigaði. Grindavík fór í sókn og Sigtryggur Arnar átti meistarasendingu á Ólaf Ólafsson og Grindavík náði þriggja stiga forystu, 71-68, og rúmar tvær mínútur eftir af leiknum. Við tók löng sókn hjá Þór og Davíð Arnar Ágústsson jafnaði metin í 71-71 í þann mund sem sókn Þórsara var að renna út í sandinn. Ekkert var skorað á þeim 100 sekúndum sem eftir voru en liðin fengu svo sannarlega til að skora. Staðan 71-71 og framlengju þurfti til að knýja fram úrslit. Þar hafði Þór betur og vann, 83-79. Bakovic skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Dino Butorac 15 skoraði stig og gaf tíu stoðsendingar. Olasawere var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 22 stig og 15 fráköst.Klippa: Sportpakkinn: Dominos deild karla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30 Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Sportpakkinn: Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Val Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Valur hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. 14. nóvember 2019 15:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Það var meiri kraftur í Þórsurum í framlengingunni. 13. nóvember 2019 22:30
Tap hjá Israel Martin á gamla heimavellinum Israel Martin mætti á sinn gamla heimavöll er lærisveinar hans í Haukum töpuðu fyrir Tindasstól, 89-77, í Síkinu í kvöld. Leikurinn var liður í 7. umferð Domnos-deildar karla. 13. nóvember 2019 20:55