Veitir samþykki fyrir stóru hóteli í Þjórsárdal Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2019 13:45 Ætlunin er að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40-45 herbergi eða um hundrað gesti. vísir/vilhelm/BASALT ARKITEKTAR Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ætlunin sé að reisa 5.000 fermetra hótelbyggingu og baðaðstöðu sem geti rúmað á bilinu 40 – 45 herbergi eða um hundrað gesti. „Mannvirkin eiga að vera felld að landslagi á smekklegan hátt og tryggt að umfang bygginga, húsagerð, form og litasamsetning verði í góðu samræmi við landslag og sérstöðu svæðisins. Mannvirkin verða fergjuð með efni af staðnum og valdir litir og efni í samræmi við nærumhverfi, auk þess sem ljósmengun verði lágmörkuð, einkum útilýsing. Þetta er í samræmi við leiðarljós sem fram koma í stefnu sem forsætisráðuneytið hefur sett um það hvernig standa skuli að uppbyggingu mannvirkja innan þjóðlendna. Einkum að virðing skuli borin fyrir náttúrulegu landslagi, gætt sé að óbyggðaupplifun við hönnun og staðsetningu mannvirkja, að þau falli að umhverfi og að hönnun þeirra sé látlaus, sérstaklega á viðkvæmum svæðum. Loks hefur ráðuneytið í samskiptum sínum við samningsaðila lagt áherslu á að leitast verði við að tryggja aðgengi almennings að þeirri aðstöðu sem boðið verður upp á á svæðinu og að verðlagning hennar verði eins sanngjörn og kostur er. Á það við um aðgengi að baðaðstöðu, veitingaþjónustu og gistiaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.BASALT ARKITEKTARViðkvæmt svæði Í frétt Vísis frá í maí á síðasta ári segir að verkefnið sé í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Sagði Magnús Orri að umgengni myndi miklu skipta á svæðinu .„Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00