Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 22:30 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22