Friends-leikararnir gætu sameinast á ný í nýjum þætti hjá HBO Max Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 10:07 Alls voru framleiddir 236 þættir af Friends á árunum 1994 til 2004. Getty Allir sex aðalleikararnir og skaparar Friends-þáttanna vinsælu gætu komið saman á ný í tengslum við framleiðslu á sérstökum Friends-þætti hjá HBO Max. Öll eiga þau í viðræðum við fjölmiðlarisann en samningar eru þó ekki í höfn. Streymisveitunni HBO Max verður hleypt af stokkunum í apríl á næsta ári. Haldið var upp á það í haust að aldarfjórðungur væri nú frá því að fyrsti Friends-þátturinn var sýndur í sjónvarpi, en alls voru framleiddar tíu þáttaraðir af þáttunum vinsælu, 236 þættir. Viðræður standa nú yfir vegna mögulegrar endurkomu þó að eðli þáttarins liggi enn ekki fyrir. Variety segir að líklegast verði að leikararnir – þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer – og skaparnir David Crane og Marta Kaufmann muni þar koma saman til að deila sögum og minningum frá framleiðsluárum þáttanna. Myndi nást samkomulag við alla aðila er sigurinn þó ekki í höfn. Þá taki við það verkefni að reyna að finna tíma fyrir framleiðslu þáttarins þannig allir komist. Slíkt gæti reynst þrautin þyngri þar sem mörg þeirra eru þétt bókuð næstu mánuði.„Vinna að nokkru“ Hægt er að streyma þáttunum á streymisveitunni Netflix en þeir munu svo færast yfir á veituna HBO Max. Hafa fréttir borist af því að WarnerMedia, sem kemur að HBO Max, greiði 85 milljónir Bandaríkjadala á ári í fimm ár fyrir réttinn til að sýna þættina. Lengi hefur verið rætt um endurræsingu þáttanna en leikarnarnir hafa allir hafnað því að taka þátt í nýjum, leiknum þáttum þar sem þau færu aftur með hlutverk þeirra Rachel, Monicu, Phoebe, Ross, Joey og Chandler. Jennifer Aniston byrjaði nýverið á Instagram þar sem fyrsta myndin var af öllum sex aðalleikurum þáttanna. Tókst henni að safna fimm milljónum fylgjenda á fyrstu tólf klukkustundunum. Síðar sagði hún í samtali við spjallþáttastjórnandann Ellen DeGeneres að sexmenningarnir væru að „vinna að nokkru“, án þess að útskýra það neitt nánar. View this post on InstagramA post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 15, 2019 at 6:03am PDT Bandaríkin Friends Tengdar fréttir Vinirnir komu saman á Instagram Aðdáendur þáttanna vinsælu fá eflaust hlýtt í hjartað við nýjustu færslu Jennifer Aniston á Instagram. 15. október 2019 18:31 Enginn náð milljón fylgjendum á Instagram á skemmri tíma en Aniston Leikkonan Jennifer Aniston mætti á samfélagsmiðilinn Instagram í gær og var ekki lengi að ná milljón fylgjendum. 16. október 2019 23:30 Jennifer Aniston og Ellen DeGeneres kysstust Leikkonan Jennifer Aniston var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni þar sem þær ræddu báðar um vináttu sína við útvarpsmanninn þekkta Howard Stern. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Allir sex aðalleikararnir og skaparar Friends-þáttanna vinsælu gætu komið saman á ný í tengslum við framleiðslu á sérstökum Friends-þætti hjá HBO Max. Öll eiga þau í viðræðum við fjölmiðlarisann en samningar eru þó ekki í höfn. Streymisveitunni HBO Max verður hleypt af stokkunum í apríl á næsta ári. Haldið var upp á það í haust að aldarfjórðungur væri nú frá því að fyrsti Friends-þátturinn var sýndur í sjónvarpi, en alls voru framleiddar tíu þáttaraðir af þáttunum vinsælu, 236 þættir. Viðræður standa nú yfir vegna mögulegrar endurkomu þó að eðli þáttarins liggi enn ekki fyrir. Variety segir að líklegast verði að leikararnir – þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer – og skaparnir David Crane og Marta Kaufmann muni þar koma saman til að deila sögum og minningum frá framleiðsluárum þáttanna. Myndi nást samkomulag við alla aðila er sigurinn þó ekki í höfn. Þá taki við það verkefni að reyna að finna tíma fyrir framleiðslu þáttarins þannig allir komist. Slíkt gæti reynst þrautin þyngri þar sem mörg þeirra eru þétt bókuð næstu mánuði.„Vinna að nokkru“ Hægt er að streyma þáttunum á streymisveitunni Netflix en þeir munu svo færast yfir á veituna HBO Max. Hafa fréttir borist af því að WarnerMedia, sem kemur að HBO Max, greiði 85 milljónir Bandaríkjadala á ári í fimm ár fyrir réttinn til að sýna þættina. Lengi hefur verið rætt um endurræsingu þáttanna en leikarnarnir hafa allir hafnað því að taka þátt í nýjum, leiknum þáttum þar sem þau færu aftur með hlutverk þeirra Rachel, Monicu, Phoebe, Ross, Joey og Chandler. Jennifer Aniston byrjaði nýverið á Instagram þar sem fyrsta myndin var af öllum sex aðalleikurum þáttanna. Tókst henni að safna fimm milljónum fylgjenda á fyrstu tólf klukkustundunum. Síðar sagði hún í samtali við spjallþáttastjórnandann Ellen DeGeneres að sexmenningarnir væru að „vinna að nokkru“, án þess að útskýra það neitt nánar. View this post on InstagramA post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 15, 2019 at 6:03am PDT
Bandaríkin Friends Tengdar fréttir Vinirnir komu saman á Instagram Aðdáendur þáttanna vinsælu fá eflaust hlýtt í hjartað við nýjustu færslu Jennifer Aniston á Instagram. 15. október 2019 18:31 Enginn náð milljón fylgjendum á Instagram á skemmri tíma en Aniston Leikkonan Jennifer Aniston mætti á samfélagsmiðilinn Instagram í gær og var ekki lengi að ná milljón fylgjendum. 16. október 2019 23:30 Jennifer Aniston og Ellen DeGeneres kysstust Leikkonan Jennifer Aniston var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni þar sem þær ræddu báðar um vináttu sína við útvarpsmanninn þekkta Howard Stern. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vinirnir komu saman á Instagram Aðdáendur þáttanna vinsælu fá eflaust hlýtt í hjartað við nýjustu færslu Jennifer Aniston á Instagram. 15. október 2019 18:31
Enginn náð milljón fylgjendum á Instagram á skemmri tíma en Aniston Leikkonan Jennifer Aniston mætti á samfélagsmiðilinn Instagram í gær og var ekki lengi að ná milljón fylgjendum. 16. október 2019 23:30
Jennifer Aniston og Ellen DeGeneres kysstust Leikkonan Jennifer Aniston var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni þar sem þær ræddu báðar um vináttu sína við útvarpsmanninn þekkta Howard Stern. 29. október 2019 13:30