Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð. Eldarnir hafa meðal annars kviknað í úthverfum stórborgarinnar Sidney.
Viðvaranir hafa verið lækkaðar af efsta stigi niður í það næstefsta en menn óttast að ástandið versni enn á ný í ljósi þess að sumarið hefur enn ekki náð hápunkti sínum á svæðinu með tilheyrandi þurrkum.