Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. nóvember 2019 16:00 Tjörvi skoraði 11 mörk gegn Íslandsmeisturum Selfoss. Hann segir að stemningin í hópnum sé frábær enda er liðið á toppnum. vísir/bára Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn