Pétur Viðarsson, knattspyrnumaður í FH, er hættur knattspyrnuiðkun en þetta staðfesti hann í samtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í dag.
Pétur, sem er fæddur árið 1987, lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk FH árið 2006 og hefur síðan þá verið mikilvægur hluti af FH-liðinu.
Pétur hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil en en leikirnir í meistaraflokki urðu 250. Hann skoraði í þeim tólf mörk.
„Þetta er búið að blunda í mér og ég held að þetta sé bara orðið gott. Þetta er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur tími og frábær forréttindi að fá að spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í velgengninni sem hefur verið hjá félaginu,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið.
„Ég hef fengið að taka þátt í ótrúlegu ævintýri, Evrópuferðirnar allar og vinna marga titla með liðinu. Mér finnst eins og ég sé nýbyrjaður og fyndið að ég sé búinn að taka tólf tímabil með FH.“
Pétur er orðinn pulsusali en hann rekur einn elsta veitingastað í Hafnarfirði, Pylsubarinn, en hann hefur nú stýrt þar ferðinni í tæplega eitt og hálft ár.
„Ég held að þetta sé rétti punkturinn að hætta. Ég gæti vel haldið áfram að spila en nú eru aðrir hlutir í forgangi hjá mér og það taka bara einhverjir aðrir við og leysa mig af hólmi. Ég skil mjög sáttur við ferilinn og er þakklátur öllu því fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma og ekki síst liðsfélögunum í öll þessi ár. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og það er alls ekki sjálfgefið að taka þátt í velgengni eins og hefur verið hjá FH,“ sagði Pétur.
Pétur Viðarsson hættur
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
