Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.

„Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara.
Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt.
„Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“
Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.

„Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna.
Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: