Kórdrengir verða nýliðar í annarri deildinni næsta sumar eftir að hafa komist upp úr þriðju deildinni ásamt KF í sumar.
Albert Brynjar hjálpaði Fjölni að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en áður hafði hann leikið með Fylki, Val, Þór og FH.
Albert hefur skorað 105 mörk í rúmlega 300 leikjum í meistaraflokki en Kórdrengir lýstu yfir ánægju með komu Alberts á Facebook.
„Kórdrengir eru gríðarlega ánægðir með þennan mikla liðstyrk sem Albert Brynjar er og einnig gríðarlega stoltir að hann hafi ákveðið að taka slaginn með okkur, frekar en þeim mörgu góðu liðum sem á eftir honum voru!“