Svíar reiðir vegna náðunar morðingja táningsstúlku í Srí Lanka Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 21:42 Yvonne Jonsson var nítján ára gömul þegar hún var myrt. Ákvörðun forsetans hefur vakið mikla reiði, bæði á Srí Lanka og í Svíþjóð. Vísir/Getty Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans. Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans.
Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira