Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2019 18:50 Bjarni var ánægður með sína menn. vísir/bára „Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00