Hvort sem fólk er haldið svokallaðri sýniþörf (exhibitionism) þá virðist þessi þörf eða löngun vera nokkuð algeng meðal fólks. En hver er skilgreiningin á að vera á almannafæri? Að vera á almannafæri er í raun allir staðir fyrir utan veggja heimilisins.
Það mætti segja að flestir sem taka þátt í könnunum Vísis hafi stundað kynlíf á almannafæri eða rúm 86 prósent. Aðeins níu prósent svarenda hafði ekki prófað það. Athygli vakti líka að aðeins fimm prósent af þeim rúmlega 5.400 sem hafa svarað þegar þetta er skrifað hafa ekki áhuga á því.
Því langar okkur að vita hvaða staðir séu mest spennandi til þess að stunda kynlíf á almannafæri. Athugið að ekki er bara verið að tala samfarir.
Spurning vikunnar er því þessi:
Hvaða staður finnst þér mest spennandi til að stunda kynlíf?