Lækkar laun sjúkraflutningamanna vegna rekstrarvanda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 14:18 Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því. Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því.
Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15