Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:08 Frambjóðendurnir Olaf Scholz og Klara Geywitz, og Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken. Getty Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti. Þýskaland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti.
Þýskaland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira