Arsenal náði ekki að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt.
Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir í uppbótartíma og var útlitið ágætt fyrir Arsenal.
Daichi Kamada tók málin í sínar hendur og skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Frankfurt sigurinn, lokatölur urðu 2-1.
Niðurstaðan þýðir að Arsenal hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum sínum og er pressan orðin nokkur á Unai Emery.
