Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2019 09:07 Kim Jong Un að virða fyrir sér stórskotalið Norður-Kóreu á eyjunni Changrin. EPA/KCNA Norður-Kóreumenn skutu í morgun tveimur eldflaugum í Japanshaf. Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðasta tilraunaskotið fór fram þann 31. október þegar tveimur nýjum eldflaugum var skotið í Japanshaf. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir eldflaugunum hafa verið skotið á loft frá austurhluta Norður-Kóreu skömmu fyrir átta að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaugar er að ræða. Fyrr í vikunni skutu Norður-Kóreumenn úr fallbyssum á eyjunni Changrin og var það gert vegna heimsóknar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Sú eyja liggur austur af Kóreuskaganum og hefur nokkrum sinnum komið til átaka á milli Norður- og Suður-Kóreu á því svæði á undanförnum árum. Á þessu ári hafa Norður-Kóreumenn gert tilraunir með nýjar tegundir eldflauga og þar á meðal skammdrægar eldflaugar og langdræga eldflaug sem skjóta á frá kafbátum. Mikil spenna er nú á svæðinu, eins og svo oft áður, viðræður Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa ekkert gengið. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að leggja fram tillögur í viðræðunum sem gætu virkað. Annars verði viðræðunum alfarið hætt og Norður-Kórea fari „nýja leið“.Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í morgun tveimur eldflaugum í Japanshaf. Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðasta tilraunaskotið fór fram þann 31. október þegar tveimur nýjum eldflaugum var skotið í Japanshaf. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir eldflaugunum hafa verið skotið á loft frá austurhluta Norður-Kóreu skömmu fyrir átta að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir um hvers konar eldflaugar er að ræða. Fyrr í vikunni skutu Norður-Kóreumenn úr fallbyssum á eyjunni Changrin og var það gert vegna heimsóknar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Sú eyja liggur austur af Kóreuskaganum og hefur nokkrum sinnum komið til átaka á milli Norður- og Suður-Kóreu á því svæði á undanförnum árum. Á þessu ári hafa Norður-Kóreumenn gert tilraunir með nýjar tegundir eldflauga og þar á meðal skammdrægar eldflaugar og langdræga eldflaug sem skjóta á frá kafbátum. Mikil spenna er nú á svæðinu, eins og svo oft áður, viðræður Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa ekkert gengið. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest út árið til að leggja fram tillögur í viðræðunum sem gætu virkað. Annars verði viðræðunum alfarið hætt og Norður-Kórea fari „nýja leið“.Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira