Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 08:30 Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í „The Open“ 2020. Það er ekki komið árið 2020 en opni hluti heimsleikanna í CrossFit á næsta ári er þegar að baki. Tvær efstu konurnar voru íslensku CrossFit drottningarnar Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Sara vann líka „The Open“ fyrir árið 2019 en sú keppni fór fram í byrjun ársins. Breytingar á uppsetningu tímabilsins sá til þess að fyrir keppnisárið 2020 þá kláraðist „The Open“ fyrir áramót. Sara vann því „The Open“ tvisvar sinnum á árinu 2019. Sara ræddi sigurinn og framhaldið sitt í viðtali á Youtube-síðu Morning Chalk Up en þar hitti hún ritstjóra síðunnar Justin LoFranco. „Það er skrýtin tilfinning að hafa unnið Open annað árið í röð því ég bjóst ekki við þessu. Markmiðið hjá mér var bara að komast á topp tíu. Það gekk því mun betur hjá mér en ég bjóst við. Það er alltaf gott þegar slíkt gerist,“ sagði Sara. Sara var þarna stödd á CrossFit mótinu „The Filthy 150“ sem fór fram í Dublin á Írlandi. Sara hafði tryggt sér farseðilinn á heimsleikana með sigri sínum í „The Open“ en hefði líka fengið sætið á heimsleikunum með sigri sínum á „The Filthy 150“ mótinu.Catching Up with Sara Sigmundsdottir, the Unofficial CrossFit Open Champion - [Source: Morning Chalk-up]https://t.co/yla2Y4uZEI#article#athlete#blog#crossfit#crossfitgames#crossfitarticle#crossfitblog#crossfitnews#fitness#fitnessarticle#fitnessblog#functionalfitn... pic.twitter.com/FaV8BlRZqC — Crossfitfix (@Crossfitfixcom) November 23, 2019 Sara sagði frá því af hverju hún stoppaði í Dublin á leið sinni til Dúbæ þar sem hún mun keppa á „Dubai CrossFit Championship.“ „Aðalmarkmiðið mitt var að keppa í Dúbæ. Ég hef gert nokkrar breytingar hjá mér og vildi prófa þær áður en ég færi á stóra mótið. Írland er nálægt Íslandi og þaðan er flogið beint til Dúbæ. Það var því fullkomið fyrir mig að stoppa þar og svo sá ég að Sam. Emma og Kristen voru að allar að keppa og það gerði þetta enn skemmtilegra,“ sagði Sara. Hún sagði einnig frá einvígi sínu og Anníe Mistar Þórisdóttur í öllum umferðum „The Open“ en þær kláruðu flestar æfingarnar hlið við hlið í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem þær Sara og Anníe hafa þennan háttinn á og það er ekki hægt að kvarta yfir niðurstöðunni því þær enduðu í tveimur efstu sætunum. „Ég og Björgvin (Karl Guðmundsson) erum mjög náin og höfum eytt tíma saman því við erum við mikið af sömu styrktaraðilum. Við erum líka með sama umboðsmann og umboðsmaðurinn okkar gaf okkur báðum í afmælisgjöf ferð á bardaga Gunnars Nelson í Danmörku. Þar fór ég að spyrja Björgvin um hvað væri planið hjá honum í kringum „The Open“,“ sagði Sara. „Hann lagði til að ég hefði samband við Anníe og myndi spyrja hvort við gætum gert „The Open“ saman. Það yrði mikil hvatning fyrir mig og gott skref út fyrir þægindarammann. Við Anníe vildum það báðar og þetta kom mjög vel út,“ sagði Sara „Þetta var svo gaman. Við æfum ekki mikið saman af því að við erum að gera ólíka hluti. „The Open“ var því fullkominn vettvangur til að gera eitthvað saman,“ sagði Sara en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í „The Open“ 2020. Það er ekki komið árið 2020 en opni hluti heimsleikanna í CrossFit á næsta ári er þegar að baki. Tvær efstu konurnar voru íslensku CrossFit drottningarnar Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Sara vann líka „The Open“ fyrir árið 2019 en sú keppni fór fram í byrjun ársins. Breytingar á uppsetningu tímabilsins sá til þess að fyrir keppnisárið 2020 þá kláraðist „The Open“ fyrir áramót. Sara vann því „The Open“ tvisvar sinnum á árinu 2019. Sara ræddi sigurinn og framhaldið sitt í viðtali á Youtube-síðu Morning Chalk Up en þar hitti hún ritstjóra síðunnar Justin LoFranco. „Það er skrýtin tilfinning að hafa unnið Open annað árið í röð því ég bjóst ekki við þessu. Markmiðið hjá mér var bara að komast á topp tíu. Það gekk því mun betur hjá mér en ég bjóst við. Það er alltaf gott þegar slíkt gerist,“ sagði Sara. Sara var þarna stödd á CrossFit mótinu „The Filthy 150“ sem fór fram í Dublin á Írlandi. Sara hafði tryggt sér farseðilinn á heimsleikana með sigri sínum í „The Open“ en hefði líka fengið sætið á heimsleikunum með sigri sínum á „The Filthy 150“ mótinu.Catching Up with Sara Sigmundsdottir, the Unofficial CrossFit Open Champion - [Source: Morning Chalk-up]https://t.co/yla2Y4uZEI#article#athlete#blog#crossfit#crossfitgames#crossfitarticle#crossfitblog#crossfitnews#fitness#fitnessarticle#fitnessblog#functionalfitn... pic.twitter.com/FaV8BlRZqC — Crossfitfix (@Crossfitfixcom) November 23, 2019 Sara sagði frá því af hverju hún stoppaði í Dublin á leið sinni til Dúbæ þar sem hún mun keppa á „Dubai CrossFit Championship.“ „Aðalmarkmiðið mitt var að keppa í Dúbæ. Ég hef gert nokkrar breytingar hjá mér og vildi prófa þær áður en ég færi á stóra mótið. Írland er nálægt Íslandi og þaðan er flogið beint til Dúbæ. Það var því fullkomið fyrir mig að stoppa þar og svo sá ég að Sam. Emma og Kristen voru að allar að keppa og það gerði þetta enn skemmtilegra,“ sagði Sara. Hún sagði einnig frá einvígi sínu og Anníe Mistar Þórisdóttur í öllum umferðum „The Open“ en þær kláruðu flestar æfingarnar hlið við hlið í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem þær Sara og Anníe hafa þennan háttinn á og það er ekki hægt að kvarta yfir niðurstöðunni því þær enduðu í tveimur efstu sætunum. „Ég og Björgvin (Karl Guðmundsson) erum mjög náin og höfum eytt tíma saman því við erum við mikið af sömu styrktaraðilum. Við erum líka með sama umboðsmann og umboðsmaðurinn okkar gaf okkur báðum í afmælisgjöf ferð á bardaga Gunnars Nelson í Danmörku. Þar fór ég að spyrja Björgvin um hvað væri planið hjá honum í kringum „The Open“,“ sagði Sara. „Hann lagði til að ég hefði samband við Anníe og myndi spyrja hvort við gætum gert „The Open“ saman. Það yrði mikil hvatning fyrir mig og gott skref út fyrir þægindarammann. Við Anníe vildum það báðar og þetta kom mjög vel út,“ sagði Sara „Þetta var svo gaman. Við æfum ekki mikið saman af því að við erum að gera ólíka hluti. „The Open“ var því fullkominn vettvangur til að gera eitthvað saman,“ sagði Sara en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti