Lyfjaafgreiðsla komin í samt horf eftir langvarandi truflanir Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 19:29 Ekki var hægt að afgreiða rafræna lyfseðla í apótekum á tímabili í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlileg virkni er nú komin á lyfjagátt, Heilsuveru og Heklu-heilbrigðisnet en alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13 í dag og lágu þau niðri fram á kvöld. Vegna bilunarinnar var ekki hægt að senda rafræna lyfseðla eða afgreiða lyf í apótekum. Einnig kom þetta í veg fyrir öll rafræn samskipti milli sjúklinga og þeirra aðila sem veita heilbrigðisþjónustu.Sjá einnig: Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sínFram kemur í tilkynningu frá Embætti landlæknis að engar rafrænar upplýsingar hafi glatast á meðan kerfin lágu niðri. Við taki greining á orsök vandans í því skyni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur. Biðst embættið um leið afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin olli í dag.Heilsuvera lá lengi niðri í dag.heilsuvera.isUm var að ræða alvarlega röskun á virkni kerfanna og var meðal annars ekki hægt að afgreiða vottorð, beiðnir eða læknabréf á meðan þau lágu niðri í dag. Ekki var heldur aðgengi að sjúkraskrám á milli aðila. Fram kemur í tilkynningunni að þjónustuaðilarnir Advania og Origo hýsi og þjónusti kerfið sem sé í eigu landlæknisembættisins. Umrædd fyrirtæki muni nú kappkosta við að komast að rót vandans. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Eðlileg virkni er nú komin á lyfjagátt, Heilsuveru og Heklu-heilbrigðisnet en alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13 í dag og lágu þau niðri fram á kvöld. Vegna bilunarinnar var ekki hægt að senda rafræna lyfseðla eða afgreiða lyf í apótekum. Einnig kom þetta í veg fyrir öll rafræn samskipti milli sjúklinga og þeirra aðila sem veita heilbrigðisþjónustu.Sjá einnig: Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sínFram kemur í tilkynningu frá Embætti landlæknis að engar rafrænar upplýsingar hafi glatast á meðan kerfin lágu niðri. Við taki greining á orsök vandans í því skyni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur. Biðst embættið um leið afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin olli í dag.Heilsuvera lá lengi niðri í dag.heilsuvera.isUm var að ræða alvarlega röskun á virkni kerfanna og var meðal annars ekki hægt að afgreiða vottorð, beiðnir eða læknabréf á meðan þau lágu niðri í dag. Ekki var heldur aðgengi að sjúkraskrám á milli aðila. Fram kemur í tilkynningunni að þjónustuaðilarnir Advania og Origo hýsi og þjónusti kerfið sem sé í eigu landlæknisembættisins. Umrædd fyrirtæki muni nú kappkosta við að komast að rót vandans.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27